spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaKeflavík sterkari á lokasprettinum í Skógarseli

Keflavík sterkari á lokasprettinum í Skógarseli

Keflavík komst aftur á sigurbraut í kvöld er liðið lagði nýliða ÍR með 12 stigum í Skógarseli, 63-75. Eftir leikinn sem áður er Keflavík í efsta sæti deildarinnar nú með 22 stig á meðan að ÍR er í 8. sætinu, enn án stiga eftir fyrstu 12 umferðirnar.

Atkvæðamestar í liði Keflavíkur í kvöld voru Daniela Wallen með 13 stig, 18 fráköst og Birna Benónýsdóttir með 21 stig og 7 fráköst.

Fyrir ÍR var það Greeta Uprus sem dró vagninn með 19 stigum og 8 fráköstum. Henni næst var Jamie Cherry með 13 stig og 9 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 14. desember. Keflavík heimsækir Grindavík og nýliðar ÍR mæta Breiðablik í Smáranum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -