spot_img
HomeFréttirKeflavík sterkari á lokasprettinum

Keflavík sterkari á lokasprettinum

Halldóra Andrésdóttir hirðir hér frákast
Það voru Keflavíkurstúlkur sem höfðu betur gegn stöllum sínum úr KR í kvöld í leik liðanna í kvöld. Leiknum lauk með 12 stiga sigri  þeirra fyrrnefndu 72-60 efti r nokkuð jafnan leik.

Keflavík hóf leikinn vel og komust fljótlega í 10 stiga forystu sem þær höfðu eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum fjórðung hertu gestirnir vörn sína og voru fljótlega búin að minnka muninn niður í 3 stig.  Það voru 4 stig sem skildu liðin í hálfleik í stöðunni 34-30 og eins og má sjá á stigaskorinu voru það varnir liðanna sem í bland við klaufalegan leik leikmanna sem voru í fyrirrúmi. 

Keflavík hafði hinsvegar alltaf frumkvæðið í leiknum en það voru gestirnir sem byrjuðu seinni hálfleik sterkt og minnkuðu muninn niður í 1 stig. Keflavíkurliðið var hinsvegar sterkara og náðu alltaf að halda forystu í leiknum.  Á meðan voru KR stúlkur miklir klaufar með boltann og töpuðu honum í hendur heimastúlkna hvað eftir annað.  En þrátt fyrir það voru það ekki nema 3 stig sem skildu liðinn þegar fjórði fjórðungur hófst.

Þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum var hann enn í járnum og sigurinn í raun hefði getað dottið báðu meginn. En þá virtust Keflavíkurstúlkur skipta hreinlega um gír og allt í einu voru þær komnar í 10 stiga forystu efti r 2 góða þrista frá Birnu Valgarðsdóttir og Ingibjörgu Vilbergsdóttir.  Mest komust þær í 13 stiga forystu. KR stúlkur áttu svo ágætis áhlaup og náðu að minnka muninn niður í 7 stig. En þá kom enn einn þristur frá Birnu sem slökkti algerlega í vonum KR í þessum leik.

Birna Valgarðsdóttir var maður þessa leiks með 29 stig og 10 fráköst. Næst henna hjá heimaliðinu var Pálína Gunnlaugsdóttir með 13 stig. Hjá gestunum var það Hildur Sigurðardóttir með 18 stig og næst henna var Guðrún Ámundadóttir með 12 stig.

Keflavíkurliðið virðist því vera komið á beinu brautina eftir tap í fyrsta leik gegn Haukum en hinsvegar þurfa KR stúlkur að spíta lófana ef þær ætla sér titla í vetur en þær áttu frekar slakan leik í kvöld miðað við það sem áður hefur sést frá þeim.

Tölfræðin

Fréttir
- Auglýsing -