Hamar heimsótti Keflavíkurstúlkur heim í dag í Lengjubikarnum og fór þannig að heimakonur höfðu sigur að lokum 92:70. Það var að lokum fjórði fjórðungur þar sem Keflavíkurstúlkur létu almennilega til sín taka en fram að því hafði leikurinn verið nokkuð jafn. Hamar leiddu í hálfleik með þremur stigum en Keflavíkurstúlkur voru fljótar að komast í forystu í þeim seinni. Síðasti fjórðungurinn var svo eign heimakvenna sem unnu hann 24:5 og þar með sigurinn í hús
Porshe Landry var stigahæst heimakvenna með 24 stig og næst henni var Birna Valgarðsdóttir með 21 stig. Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst Hamar með 20 stig en hún var sjóðandi heit í fyrri hálfleik þar sem hún setti niður 17 stig. Næst henni kom Fanney Lind með 17.



