spot_img
HomeFréttirKeflavík sló Njarðvíkinga út

Keflavík sló Njarðvíkinga út

{mosimage}
Það voru Keflvíkingar sem slógu út granna sína í Njarðvík í kvöld. Leikur liðanna var ein af þeim betri í langan tíma þar sem að liðinn buðu uppá gríðarlega sveiflukenndan leik. Keflvíkingar áttu fyrri hálfleik skuldlausan en það voru Njarðvíkingar sem voru hársbreidd frá því að hirða sigurinn en gestirnir stóðust áhlaupið og fara áfram í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Sem fyrr segir voru það Keflvíkingar sem áttu fyrri hálfleikinn algerlega. Þeir spiluðu gríðarlega sterka vörn sem neyddi heimamenn í léleg skot. Gamla tuggan um að með góðri vörn kemur sóknin að sjálfum sér átti svo sannarlega við í gær, því í sókninni sundur spilaði Keflavík vörn Njarðvíkinga á köflum.  Ekki skemmdi fyrir að Jesse Pellot-Rosa nýi leikmaður liðsins hefur fallið sem flís við rass í lið þeirra bláklæddu. Kappinn fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 21 stig.

 

Aðeins dró af kappanum í þriðja fjórðung en hann setti af stað aðra sýningu í fjórða leikhluta þar sem hann nánast eins sins liðs kom liði Keflavíkur áfram í gegnum grimma heimamenn og endaði hann með línuna 44 stig og 10 fráköst. Vissulega himnasending fyrir þá Keflvíkinga.  Sem fyrr segir voru það grimmari Njarðvíkingar sem mættu til seinni hálfleiks og með þá Loga, Magga og Heath alla í góðu stuði náðu þeir að minnka muninn niður í 6 stig undir lok leiks. En það voru Keflvíkingar sem héldu haus til loka og sem fyrr segir kláruðu dæmið. 92-104 var loka staða leiksins og segir 12 stiga sigur ekki mikið um gang loka kafla leiksins þar sem að Njarðvíkingar freistuðu þess að brjóta á gestunnum í þeirri von að þeir myndu klikka á línunni en sú von dó með hverju vítinu sem rataði niður. 

Viðtöl frá leikmönnum/þjálfurum liðanna munu detta inn við fyrsta hanagal í fyrramálið.
Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -