Framherjinn Max Montana mun ekki leika fleiri leiki fyrir Keflavík í Dominos deild karla samkvæmt heimildum Körfunnar.
Mun félagið hafa haft frumkvæði af því að slíta samningnum, en það mun hafa verið vegna brots á agareglum. Ekkert er gefið upp með hvers eðlis brot leikmannsins var.
Max kom til liðsins í byrjun febrúar og hefur síðan leikið 6 leiki fyrir félagið. Í þeim hefur hann skilað 9 stigum og 2 fráköstum að meðaltali í leik, en fimm af þeim vann liðið.
Keflavík eru sem stendur efstir í deildinni með 24 stig eftir 14 umferðir, en næsti leikur þeirra er komandi föstudag 19. mars gegn Njarðvík í Blue Höllinni.



