spot_img
HomeFréttirKeflavík sigursælasta lið bikarkeppninnar

Keflavík sigursælasta lið bikarkeppninnar

Í kvöld eigast við Keflavík og Haukar í undanúrslitum Poweradebikarkeppninnar í kvennaflokki. Leikur liðanna fer fram kl. 19:15 í Keflavík en heimakonur þar á bæ geta skreytt sig margvíslegum fjöðrum og m.a. þeirri að vera sigursælasta lið bikarkeppninnar í kvennaflokki.
 
 
Keflvíkingar hafa alls 13 sinnum orðið bikarmeistarar. Fyrst árið 1988 og nú síðasta á síðustu leiktíð eftir sigur í úrslitaleik gegn Val. Haukar aftur á móti eru fjórða sigursælasta lið bikarkeppninnar í kvennaflokki og hafa unnið bikarinn alls fimm sinnum, fyrst árið 1984 og síðast árið 2010.
 
Þessara tveggja liða bíður það verkefni að tryggja sér sigur í kvöld og síðan mætir annað hvort þeirra Snæfell sem aldrei hefur orðið bikarmeistari. Haukar og Keflavík hafa þrívegis mæst í Domino´s deildinni þetta tímabilið, Keflavík vann fyrsta leikinn með tveggja stiga mun en næstu tvo unnu Haukar með yfirburðum, fyrst 92-61 og svo 85-59 en Haukar hafa ekki unnið í Keflavík þessa vertíðina svo gera má ráð fyrir miklum slag í kvöld.
 
Mynd úr safni/ Keflavíkurkonur fögnuðu vel og innilega í Laugardalshöll á síðustu leiktíð.
  
Fréttir
- Auglýsing -