Haukar og Kefkavík áttust við í stúlknaflokki í Breiðafjarðarhöllinni í Stykkishólmi þar sem úrslit yngri flokka fóru fram um helgina.
Liðin voru jöfn í upphafi leiks og í stöðunni 9-6 hafði fyrir Hauka hafði Thelma Dís skorað öll 6 stig Keflavíkur. Rósa Björk var að vinna flotta vinnu í liði Hauka. Keflavíkurstúlkur voru duglegar og komust yfir 9-10 eftir gott skraf og ráðagerðir. 9-12 var staðan eftir fyrsta hluta fyrir Keflavík.
Haukastúlkur áttu erfitt með að leysa úr svæðisvörn Keflavíkur sem komust í góða forystu 9-20. Haukar fóru að taka ákveðnar ákvarðanir og sóttu fastar í alla bolta og náðu að koma sterkt til baka eftir að hafa lent í 8-0 kafla Keflavíkur og löguðu stöðuna 16-20. Hvort það voru taugarnar þandar eða skotæfingar ekki að skila sér skal ósagt látið en nýting liðanna hefði getað verið betri. Bæði lið hefðu getað tekið af skarið en oft vildi boltinn ekki í netið en staða í hálfleik 23-28 fyrir Keflavík.
Haukastúlkur skelltu í jafnan leik 31-31 og komust svo yfir 34-32 þegar um 3 mínútur voru eftir. Sylvía Rún hafði tekið 18 fráköst og Rósa Björk 10 á meðan Keflavík var að tapa þessari baráttu með 23 fráköst alls. Haukar voru yfir 39-37 eftir þriðja hluta.
Allt var stál í stál og um miðjan fjórða hluta voru Haukar ekki búnar að skora nema 2 stig gegn 5 Keflavíkur og staðan 41-42 fyrir Keflavík. Brjálað stuð í þessum leik og komudt Haukar yfir 44-42 en Keflavík hnoðaði í næstu 5 stig og breyttu í 44-47 og svo 44-49 þegar tæp mínúta var eftir. Keflavík sigldu skútunni í höfn 44-52 og eru íslandsmeistarar í stúlknaflokki. Leikmaður leiksins Thelma Dís hjá Keflavík með 21 stig og 17 fráköst. Stigahæst Hauka Dýrfinna Arnardóttir með 19 stig. Sylvía Rún með 19 fráköst og Rósa Björk með 12 fráköst.
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín



