Keflavík sigraði nágranna sína í Njarðvík 61:53 í úrslitum Ljósanæturmótsins nú í kvöld. Leikurinn var að miklu leyti vel litaður af haustinu og ryðblettir á leik beggja liða. En þess vegna eru einmitt þessi mót, til þess að stilla strengi fyrir átökin miklu.
Njarðvíkurstúlkur hófu leikinn betur og leiddu með 8 stigum í hálfleik 28:36. Hinsvegar tókst þeim grænklæddu aðeins að setja niður 17 stig í seinni hálfleik sem dugði þeim lítið gegn ríkjandi bikar og íslandsmeisturum Keflavíkur.
Stigahæstar hjá Keflavík voru Bryndís Guðmunds með 21 stig og Ingunn Embla kom næst með 12. Hjá Njarðvík var Jasmin með 15 stig og Erna Hákonardóttir með 14.
Nokkrar myndir úr leiknum má sjá í myndasafni.



