spot_img
HomeFréttirKeflavík sigraði Hauka

Keflavík sigraði Hauka

Rannveig með fínan leik í kvöldKeflavík sigraði Hauka nokkuð sannfærandi í kvöld með 100 stigum gegn 79. Keflavíkurstúlkur áttu leikinn fyllilega skilið, spiluðu sem liðsheild og 5 leikmenn sem skoruðu yfir 14 stig sýna það. Vörn Haukastúlkna hriplak og gengu heimastúlkur á lagið. Úr liði Keflavíkur er varla hægt að nefna einn leikmann sem stóð uppúr. Hjá Haukum var Kiera Hardy atkvæðamest og einnig átti Telma Fjalarsdóttir ágætis spretti. Tölfræði leiksins.   meira síðar

Fréttir
- Auglýsing -