spot_img
HomeFréttirKeflavík semur við fjóra leikmenn "Samsetningin á liðinu núna er afar skemmtileg

Keflavík semur við fjóra leikmenn “Samsetningin á liðinu núna er afar skemmtileg

Keflavík hefur framlengt samninga sína við fjóra leikmenn fyrir komandi átök í Subway deild kvenna.

Anna Þrúður Auðunsdóttir, Ásthildur Eva Olsen, Erna Ósk Snorradóttir og Gígja Guðjónsdóttir skrifuðu allar undir 2 ára samning við Keflavík. Sverrir Þór þjálfari liðsins er ánægður með stöðu mála og sérstaklega eftir að þessir samningar voru undirritaðir. “Það er fagnaðarefni að sjá liðið skipað af svo mörgum uppöldum Sönnum Keflavíkingum, það er reyndar ekkert nýtt hjá þessu liði en samsetningin á liðinu núna er afar skemmtileg. Reyndir leikmenn í bland við unga og efnilega sem býr til lúxusvandamál fyrir þjálfarann. Okkur hlakkar mikið til að starta þessu öllu saman.”

Fréttir
- Auglýsing -