spot_img
HomeFréttirKeflavík semur við CJ Burks

Keflavík semur við CJ Burks

Keflavík hefur á nýjan leik samið við hinn bandaríska CJ Burks fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla. Burks var á síðasta tímabili hluti af liði Keflavíkur sem vann deildina og fór alla leið í úrslit úrslitakeppninnar, en í 32 leikjum með þeim á síðasta tímabili skilaði hann 18 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

CJ mun koma í stað Briam Halum, sem samkvæmt heimildum mun vera á leiðinni frá félaginu af persónulegum ástæðum.

Fréttir
- Auglýsing -