spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaKeflavík ósigrað eftir sigur á Val

Keflavík ósigrað eftir sigur á Val

Heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna í dag. Í Keflavík tryggðu heimakonur sér sigur á Val eftir hörkuleik.

Gangur leiks

Það er nokkuð óhætt að segja eitt lið hafi verið tilbúið til leiks í dag. Það voru heimakonur í Keflavík. Liðið var komið í 11-4 eftir tveggja mínútu leik og gáfu svo enn meira í. Mesti munur liðanna var 65-48 fyrir Keflavík í þriðja leikhluta.

Valsarar gerðu ágætlega að koma sér aftur inní leikinn og minnkuðu muninn í fjögur stig fyrir lokin. Of mikil orka virtist hinsvegar fara í að jafna leikinn svo Keflavík stóðst á endanum á hlaupið og fögnuðu sigri.

Lokastaðan 87-83 fyrir Keflavík sem er enn ósigrað í deildinni.

Atkvæðamestar

Daniela Warren Morillo var algjörlega frábær í leik dagsins fyrir Keflavík. Hún endaði með 37 stig, 7 fráköst og 5 stolna bolta. Anna Ingunn Svansdóttir var einnig öflug með 19 stig.

Helena Sverrisdóttir var með 26 stig og 11 fráköst í leiknum fyrir Val

Hvað svo?

Keflavík sem er enn ósigrað í þessari deild mætir botnliði KR sem er enn í leit af fyrsta sigri tímabilsins. Valsarar eiga lið Breiðabliks í næstu umferð en Blikar unnu fyrri leik liðanna í deildinni.*

Tölfræði leiks

*Blikum var dæmur ósigur eftir leik.

Fréttir
- Auglýsing -