spot_img
HomeFréttirKeflavík öruggar áfram í bikarnum

Keflavík öruggar áfram í bikarnum

 

Keflavík fór nokkuð öruggt áfram í Powerade bikarnum í dag þegar þær kafsilgdu 1.deildar lið Þórs frá Akureyri, 107:56.  Keflavík leiddi í hálfleik þá þegar með 30 stigum þegar þær höfðu gert 55 stig gegn aðeins 25 stigum Þórs en Keflavík komst strax í upphafi í 12-0 forystu.  Hjá Keflavík var Emelía Ósk Gunnarsdóttir stigahæst með 17 stig en Thelma Dís Ágústdóttir hjá Keflavík daðraði við þrennuna þegar hún setti 12 stig tók 11 fráköst og sendi 7 stoðsendingar.  Hjá Þór var það Keflavíkurmær Thelma Hrund Tryggvadóttir sem var þeirra stigahæst þetta kvöldið og skoraði 21 stig á sína fyrrum félaga. 

Fréttir
- Auglýsing -