21:17
{mosimage}
(Úr Powerade-bikarnum fyrr í vikunni)
Þar með er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Powerade-bikarins en fyrr í kvöld kláruðust 8-liða úrslit. Keflavík lagði Þór Akureyri á meðan Grindvíkingar unnu granna sína í Njarðvík.
Keflavík vann norðanmenn 100-81 þar sem Gunnar Einarsson skoraði 19 stig og þeir Steven Gerrard og Jesse Pelot-Rosa settu báðir 14 stig. Hjá Þór var Cedric Isom með 23 stig, Milorad Damjanac skoraði 17 stig og Hrafn Jóhannesson var með 15.
Viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur fór 106-84. Páll Axel Vilbergsson var funheitur og skoraði 39 stig fyrir Grindavík og þeir Arnar Freyr Jónsson og Damon Bailey voru með 15 stig. Hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson með 25 stig og Slobodan Subasic skoraði 18 stig.
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson