Keflavíkurstúlkur tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið frá síðasta tímabili og voru krýndar í kvöld Meistari meistaranna eftir sigur gegn Val, 77:74. Leikurinn var kaflaskiptur að einhverju leiti en það tók hátt í 6 mínútur af leiknum fyrir Valsstúlkur að vakna til lífs en fram að því höfðu þær aðeins skorað 2 stig gegn 14 hjá heimasætunum í Keflavík. En þær voru hinsvegar fljótar að koma sér aftur inn í leikinn, eða með 10-0 áhlaupi voru þær aftur komnar þar sem þær vildu vera.
Eftir það var leikurinn nokkuð jafn og mest náðu Valsstúlkur 6 stiga forystu eftir þetta en það voru Keflavík sem leiddu með einu stigi í hálfleik 43:42. Valsstúlkur komu svo grimmar til leiks í seinni hálfleik og tóku forystu í leiknum en sem fyrr segir aldrei þannig að þær stungu neitt af. Þegar um 3 mínútur voru til loka leiks jöfnuðu Keflavík í stöðunni 66:66. Loka mínútan var svo gríðarlega spennandi þegar að Sandra Lind hafði komið Keflavík í 5 stiga forskot með aðeins 40 sekúndur á klukkunni héldu margir að sigurinn væri í höfn en Unnur Lára Ásgeirsdóttir hjá val setti niður þrist og hélt Val inní dæminu.
En Keflavík brást ekki bogalistinn á línuni og kláruðu dæmið að lokum sem fyrr segir, 77:74.
Margir höfðu litla trú á þessu unga Keflavíkurliði fyrir þennan leik og héldu jafnvel að Valur myndi valta yfir þær en ungar stúlkur voru að koma af bekknum og nýta sínar mínútur vel og þar má helst nefna Bríet Sif Hinriksdóttir sem átti fanta góðan leik. Þær börðust vel og hættu aldrei þó og með Andy Johnston á línunni öskrandi á þær allan tímann lönduðu þær enn einum bikarnum í safn Keflavíkur.
Valsstúlkur geta svo sem sjálfum sér um kennt. Í fjórða leikhluta hreinlega fóru þær á kostum í vandræða gangi. Þrjár sóknir í röð misstu þær knöttinn í hendur Keflavíkur og þess á milli voru auðveld í úrvals færum ekki að detta niður. En þetta Valslið er sterkt og samheldið og eiga þær eftir að vera í toppbaráttunni í vetur.



