spot_img
HomeFréttirKeflavík með stórsigur gegn nýliðunum

Keflavík með stórsigur gegn nýliðunum

Nýliðar Stjörnunnar tóku á móti toppliði Keflavíkur í gær í Umhyggjuhöllinni. Stjörnukonur hafa verið á góðri siglingu með sjö sigra í tíu leikjum, en Keflavík sat á toppi deildarinnar, með eitt tap á bakinu.

Leikur dagsins varð aldrei sérstaklega spennandi. Gestirnir af Reykjanesi höfðu tögl og hagldir allan tímann, og náðu heimakonur ekki að velgja Keflavík sérstaklega undir uggum. Að lokum vann Keflavík afar öruggan 28 stiga sigur, lokatölu 61-89. Stjarnan situr í fjórða sæti deildarinnar eftir leik, en Keflavík heldur toppsætinu.

Katarzyna Trzeclak var stigahæst Stjörnukvenna með 19 stig, en Daniella Wallen var stigahæst hjá gestunum með 18 stig, auk 12 frákasta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -