spot_img
HomeFréttirKeflavík með sterkan sigur á Skallagrím

Keflavík með sterkan sigur á Skallagrím

Heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld, Njarðvík heldur áfram að koma á óvart og nágrannar þeirra í Keflavík sigruðu sterkt lið Skallagríms.

 

Úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan:

 

Keflavík 81-70 Skallagrímur

Eftir góðar upphafsmínútur Skallagríms náði Keflavík yfirhöndinni og hafði góða forystu fram í loka fjórðunginn. Skallagrímur komst svo aftur í leikinn í leikhlutanum og knúði fram framlengingu. Þar höfðu heimakonur mun betur og unnu ellefu stiga sigur 81-70.

 

 

Grindavík 70-86 Njarðvík

Njarðvíkurstelpur halda áfram að koma á óvart en í kvöld unnu þær laskað lið Grindavíkur. Njarðvík sem átti fyrir tímabilið að vera í fallbaráttu hefur þar með unnið þrjá leiki eftir fjórar umferðir og eru til alls líklegar. Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stórleikinn er hún var með 52 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Þá voru Njarðvíkurkonur ekki síður að glíma við hnjask en þar á bæ vantaði tvo byrjunarliðsmenn í liðið.

 

Stjarnan 71-62 Valur

Valur er enn í leit af sínum fyrsta sigri en Stjarnan hafði góðan heimasigur á þeim í kvöld. Danielle Rodriquez var einni stoðsendingu frá þrennu en hún endaði með 16 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar.

 

Haukar 42-69 Snæfell

Liðin sem mættust í úrslitunum á síðasta tímabili mættust aftur í kvöld. Snæfell vann öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum þar sem íslandsmeistararnir leiddu nánast allan leikinn og ungt lið Hauka áttu ekki roð í þær. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 23 stig og öflugust Stykkishólmskvenna.

 

Fréttir
- Auglýsing -