spot_img
HomeFréttirKeflavík með sigur í Stykkishólmi

Keflavík með sigur í Stykkishólmi

Lokaumferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum. Grindavík sem er fallið úr deildinni vann góðan útisigur á Stjörnunni og falla því með sæmd. Valskonur unnu sigur á Skallagrím og Haukar sóttu sigur til Njarðvíkur. 

 

Toppliðin Snæfell og Keflavík mættust í Stykkishólmi þar sem Keflavík vann fyrsta leik sinn gegn deildarmeisturunum á tímabilinu. Gott veganesti fyrir úrslitakeppnina sem hefst á næstunni, þar mætast annars vegar Snæfell og Stjarnan og hinsvegar Keflavík og Skallagrímur. 

 

Úrslit dagsins í Dominos deild kvenna:

 

Valur 83-71 Skallagrímur

Stjarnan 53-67 Grindavík

Snæfell 59-72 Keflavík

Njarðvík 57-83 Haukar

Fréttir
- Auglýsing -