Keflavík og Grindavík mættust í kvöld í Dominosdeild kvenna og voru það heimastúlkur í Keflavík sem hrósuðu sigri 73:59 eftir að hafa leitt í hálfleik 42: 30. Það var í raun fyrri hálfleikur þar sem úrslitin ráðast því megnið af seinni hálfleik var leikurinn nokkuð jafn.
Fyrr í dag var það tilkynnt að Jóni Halldór Eðvaldsyni þjálfara Grindavíkur var sagt upp og Lewis Clinch myndi taka við liði Grindavíkur með Hamid Dicko. Kannski erfitt að dæma út frá þessum leik í kvöld en líkast til á Lewis eftir að koma sýnu handbragði á þetta Grindavíkurlið. Leikurinn var framan af nokkuð jafn og þegar 9 mínútur voru liðnar komst gestaliðið úr Grindavík yfir í stöðunni 20:21. En það átti eftir að verða eina skipti sem þær voru yfir þetta kvöldið.
Keflavík leiddi eftir fyrsta fjórðung með 5 stigum. Annar fjórðungur reyndist svo Keflavík nokkuð dýrkeyptur. Þegar fimm mínútur voru til háflleiks fór vinstri þumall úr lið hjá Bryndísi Guðmundsdóttir leikmanni Keflavíkur og yfrigaf hún völlinn og lék ekki meira með þetta kvöldið. ”Það er svona tvísýnt hvort þetta sé jafnvel brotið eða ekki en ég fer í myndatöku á morgun. Ég er í einskonar spelku eða gipsi núna og á að hvíla í það minnsta í viku þannig að ég missi af næsta leik gegn Val.” sagði Bryndís í snörpu viðtali eftir leik við Karfan.is
En þessi fjórðungur reyndist Grindavíkurstúlkum einnig ansi erfiður því á þessum 10 mínútum lögðu Keflavíkurstúlkur grunninn að sigri kvöldsins. Vörn liðsins var til fyrirmyndar og til marks um það skoruðu Grindavík aðeins 9 stig í fjórðungnum. Seinni hálfleikur leiksins var svo til mjög jafn og aldrei náðu Grindavík að ógna sigri heimastúlkna í Keflavík. Því fór svo að Keflavík sigraði sem fyrr segir 73:59 og Keflavík rígheldur í þriðjasætið og eigir enn von á öðru sætinu en líkast til eru þær of langt frá toppsætinu. Grindavík situr sem fastast í næst neðsta sæti deildarinnar.



