spot_img
HomeFréttirKeflavík með sigur á nýju ári

Keflavík með sigur á nýju ári

Keflavík tók á móti Haukum í Subway deild kvenna í kvöld, í fyrsta leik liðanna á nýju ári, 2024.

Haukar voru ögn sterkari í fyrri hálfleik, og leiddu með sex stigum eftir annan leikhluta. Keflavík minnkaði forskotið niður í eitt stig fyrir lokafjórðunginn, og eftir sterkan fjórða leikhluta unnu heimakonur sjö stiga sigur, 66-59.

Daniella Wallen og Birna Ósk Benónýsdóttir voru stigahæstar Keflvíkinga með 18 stig hvor, en hjá Haukum skoraði Keira Robinson mest, 14 stig.

Fréttir
- Auglýsing -