spot_img
HomeFréttirKeflavík með öruggan sigur á KR

Keflavík með öruggan sigur á KR

Dominos deild karla hófst í kvöld með heilli umferð. Í Keflavík tóku heimakonur sem spáð var þriðja sæti á móti KR sem var spáð neðsta sæti.

Það var ekki fyrr en í öðrum leikhluta sem Keflavík skreið framúr KR en gestirnir mega eiga það að þær gáfust aldrei upp.

Að lokum fór svo að Keflavík náði í öruggan sigur 114 – 72 gegn KR. Hjá Keflavík var Daniela Morillo að daðra við ferfalda tvennu með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Systurnar Anna Ingunn og Agnes María Svansdætur voru einnig öflugar.

Hjá KR var Annika Holopainen með 43 stig og 10 fráköst. Þóra Birna var einnig öflug með 9 stig og 9 fráköst.

KR fær Val í heimsókn í næstu umferð en sá leikur fer fram þriðjudaginn 29. október. Keflavík heimsækir Borgarnes en sá leikur fer fram miðvikudaginn 30. október en liðunum er spáð á svipuðum stað í deildinni.

Keflavík-KR 114-72 (24-20, 31-14, 33-16, 26-22)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 37/11 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 17/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 12, Katla Rún Garðarsdóttir 11/5 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Lára Vignisdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Agnes Perla Sigurðardóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Eva María Davíðsdóttir 3, Edda Karlsdóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 2.
KR: Annika Holopainen 43/10 fráköst/5 stolnir, Kamilé Berenyté 13/4 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 9/9 fráköst/6 stoðsendingar, Perla Jóhannsdóttir 4/5 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 3, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Hera Sigrún Ásbjarnardóttir 0, Helena Haraldsdóttir 0, Ingvarsdóttir Anna Fríða 0.

Fréttir
- Auglýsing -