spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavík með mikilvægan sigur á Valskonum

Keflavík með mikilvægan sigur á Valskonum

10. umferð Bónusdeildar kvenna hófst í kvöld, þar mættust meðal annars Valskonur á móti Keflavík. Liðin í 2-3 sæti í deildinni. Valur vann fyrri lekinn með 9 stigum og þurftu því Keflavík að sigra með meiri mun til að hafa innbyrðis á Val.  Það mátti búast við hörkuleik, leik sem myndi skilja Keflavík aðeins eftir ef Valur vinnur og á móti ef Keflavík vinnur þá væru þær búnar að jafna Val að stigum. Það fór svo að leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik, en í þriðja leikhluta þá slátruðu gestirnir heimakonum, sem lagði grunn að naumum en góðum sigri þeirra 92-95.

Heimakonur höfðu frumkvæðið allan fyrsta leikhluta, Keflavík þó aldrei langt undan, enda með Söru Rún, sem var mjög atkvæðamikil í upphafi leiks. Keflavík vantaði þó alltaf smá upp á að komast yfir og enduðu á að fara sjö stigum undir í annan leikhluta, 29-22.

Gestirnir fundu taktinn og voru búnar að jafna á rúmlega mínútu, þá náðu Valur að stoppa blæðinguna en voru samt sjálfar ekkert að skora neitt að ráði. En Keflavík komst yfir með glæsilegri þriggja stiga körfu og það stefndi í hörkuleik.  Sem það varð, Keflavík þó með frumkvæðið, en nánast jafnt á öllum tölum. Stundum varð kappið aðeins of mikið hjá báðum liðum en það fór þó svo að Keflavík vann leikhlutann með fimm stigum og staðan því í leikhléi 47-45.

Aftur byrjðu Keflavíkurkonur betur og spiluðu fantagóða vörn í upphafi og náðu að síga fram úr.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður var forysta gestanna 10 stig. Þegar munurinn var orðin 13 stig, var Jamil nóg boðið og tók leikhlé, enda bara Valur bara búið að skora 7 stig þegar þarna var komið í sögu. Það gekk nú ekkert betur eftir leikhléið, Keflavík lék  við hvurn sinn fingur og skoruðu 32 stig í leikhlutanum og leiddu 62-77.

Það var töluvert ákveðnara Valslið sem kom út í 4. lóeikhluta, þótt það væri ekki alveg að skila sér í stigasöfnun. Tvær úr Keflavík fengu fljótlega sínar fjórðu villur og svo var dæmd óíþróttamannsleg villa og skyndilega var munurinn orðin 10 stig. Þetta kveikti í Valskonum og tókst þeim að minnka enn meira muninn. Áhorfendur vöknuðu og létu vel í sér heyra. En það dugði ekki til, þrátt fyrir hetjulega og æsispennandi baráttu þá fóru Keflvíkingar heim með öll stigin, 92-95.

Hjá Valskonum var Alyssa Cerino frábær og lét varnarmenn Keflavík alveg finna fyrir sér, hún setti 34 stig og 7 fráköst Reshawna Stone átti góðan leik og var með 25 stig.Þóranna Kika með 13 stig. Þá tók  Ásta Júlia 10 fráköst.  Hjá Keflavík var Washington stórkostleg, sérstaklega þegar leið á leikinn og setti 30 stig og 7 stoðsendingar. Sara Rún var með 19 stig og Agnes María með 12 stig.

Næstu leikur hjá Val verður 10. desember þegar þær heimsækja topplið Njarðvíkur, Keflavík fær aftur á móti Hamar/Þór í heimsókn degi fyrr.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -