spot_img
HomeFréttirKeflavík með fjórða sigurinn í röð

Keflavík með fjórða sigurinn í röð

Keflavík fékk Fjölnir í heimsókn í Blue höllina í kvöld í fjórðu umferð Subway deildar kvenna. Keflavík hefur unnið alla 3 leiki tímabilsins en Fjölnir aðeins einn. 

Fjölnir skoruðu fyrstu stig leiksins. Liðin skiptust á forystu fyrstu mínúturnar. Keflavík náði forystunni þegar leið á leikhlutann og komust mest 11 stigum yfir þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 29 – 22. 

Fjölnis stelpur gerðu vel í öðrum leikhluta, sóttu fast að Keflavík. Komust ítrekað svona 5-6 stigum frá Keflavík sem bættu samt alltaf aðeins í. Raquel Laneiro var allt í öllu hjá Fjölni með 26 stig og 6 stoðsendingar í fyrri hálfleik. Anna Ingunn var að sama skapi frábær hjá heimastúlkum, setti 20 stig og var með 4 stolna bolta. Staðan í hálfleik 54 – 45. 

Fjölnir byrjaði aftur betur í þriðja leikhluta, en Keflavík komu sterkar til baka og komust mest 16 stigum yfir. Fjölnir voru að tapa mörgum boltum í leikhlutanum auk þess að það kólnaði aðeins hjá Raquel sem fékk fyrstu pásuna í leiknum þegar mínúta var eftir af leikhlutanum. Staðan fyrir fjórða leikhluta 72 – 59. 

Fjórði leikhluti byrjaði rólega en eftir því sem leið á hann tóku heimstúlkur öll völd á vellinum. Lokatölur 103 – 77. 

Byrjunarlið: 

Keflavík: Elisa Pinzan, Daniela Wallen Morillo, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir. 

Fjölnir: Bergdís Anna Magnúsdóttir, Heiður Karlsdóttir, Margrét Blöndal, Raquel De Lima Viegas Laneiro og Korinne Campbell. 

Hetjan: 

Anna Ingunn var allt í öllu fyrstu leikhlutana, Daniela tók svo við og Birna Valgerður kláraði. Raquel var öflug hjá Fjölni, sérstaklega í fyrri hálfleik. 

Kjarninn: 

Tapaðir boltar var það sem skildi liðin af framan af. Fjölnir var að frákasta betur og hitta vel en þær töpuðu 14 fleiri boltum en Keflavík. Fjölnir er með ungt lið sem verður bara betra með aldri og reynslu. 

Tölfræði 

Viðtöl

Anna Ingunn Svansdóttir 

Sverrir Þór Sverrisson 

Hallgrímur Brynjólfsson 

Fréttir
- Auglýsing -