spot_img
HomeFréttirKeflavík með aðra lúkuna á deildarmeistaratitlinum

Keflavík með aðra lúkuna á deildarmeistaratitlinum

 Keflavíkurstúlkur fóru langt með það að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í vetur með sigri á Njarðvík 68:66 í leik liðanna í dag í Toyotahöllinni. Leikurinn var hnífjafn allan tíman að undan skildum fyrstu mínútum leiksins þegar Njarðvík náði mest 12 stiga forystu. 
 Leikurinn var eins og flestir í vetur hin mesta skemmtun og gríðarleg spenna var undir lok leiks. Eboni Mangum sem spilaði sinn annan leik fyrir Keflavík sýndi mátt sinn þegar hún skoraði 21 stig og sendi 9 stoðsendingar. Þarna er komin leikstjórnandi sem Keflavíkurliðið hefur vantað í allan vetur og topplið deildarinnar líta vissulega vígalega út fyrir lokaátökin í deildinni. 
 
Hjá Njarðvík var Petrúnella Skúladóttir atkvæðamest með 22 stig og er óhætt að segja að hún er búin að vera spila sitt allra besta tímabil í vetur. Shanea Baker-Brice sem farið hefur fyrir Njarðvíkurliðinu í allan vetur virtist spila á annari löppinni, en hún meiddist fyrir skömmu og virðist eiga eitthvað eftir með bata sinn. 
 
Með sigrinum komust Keflavík aftur í fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar og munu að öllum líkindum enda á toppnum og þar með heimavöllurinn út úrslitakeppnina.  Njarðvíkurliði kemur hinsvegar fast á hæla þeirra í öðru sætinu og þessi tvö lið tryggð með þessi sæti. 
 
Pálína Gunnlaugsdóttir var vissulega ánægð með sigurinn:
"Vörn og aftur vörn sem skilar þessu fyrir okkur. Þetta var tæpt enda tvö góð lið að mætast. Við vorum lengi í gang og lendum 12 stigum undir en svo hafðist þetta á vörninni og við misstum aldrei trúnna á verkefninu. Og þrátt fyrir að lykilleikmenn höfðu verið í villu vandræðum þá héldum við haus. Nýji leikmaðurinn átti góðan leik í dag og hún á eftir að komast betur inní þetta hjá okkur. Svo var Lovísa (Falsdóttir) að koma sterk inn. Hún er búin að vera gera þetta á æfingum hjá okkur og það var komin tími á að hún mæti með þetta í leikina." sagði Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik. 
Fréttir
- Auglýsing -