spot_img
HomeFréttirKeflavík mætir Grindavík í úrslitum

Keflavík mætir Grindavík í úrslitum

Nágrannaliðin Keflavík og Grindavík munu á morgun berjast um Íslandsmeistaratitilinn í 10. flokki stúlkna. Þetta kom í ljós í dag þegar stórskemmtilegir úrslitaleikir fóru fram. 

 

Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur verður lengi í minnum hafður. Njarðvík hafði undirtökin framan af en Keflavík kom til baka í seinni hálfleik og virtist vera með pálmann í höndunum þegar Njarðvík jafnaði á lokasekúndunum. Þetta kallaði á framlengingu en ekki var hægt að skilja liðin af í henni svo aðra framlengingu þurfti til. Þar var það Keflavík sem hafði betur 56-54 en litlu mátti muna að þriðja framlengingin yrði að veruleika. 

 

Edda Karlsdóttir var hlutdrægust hjá Keflavík, endaði með 14 stig og fimm fráköst í mjög jafngóðu liði Keflavíkur. Eva Rún Davíðsdóttir var einnig með 14 stig en átta leikmenn spiluðu meira en 19 mínútur í liði Keflavíkur.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn  

 

Grindavík lék gegn sameiginlegu liði Hamars/Hrunamanna. Hamar var sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta en Grindavík mætti sterkt í annan leikhlutan. Segja má að þar hafi Grindvíkingar gefið tónin því forystuna gaf liðið aldrei af hendi eftir það. Lokastaðan 54-43 og Grindavík á leið í úrslitaleikinn. 

 

Una Rós Unnarsdóttir var stigahæst með 10 stig hjá Grindavík og var með 6 fráköst, 3 stoðsendingar og fimm stolna bolta. Þá var Jenný Geirdal Kjartansdóttir með 6 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

 

Úrslitaleikur Grindavíkur og Keflavíkur fer fram kl 12:00 á morgun en leikinn má sjá í beinni útsendingu á heimasíðu KKÍ. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn

 

Texti og myndir/ Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -