spot_img
HomeFréttirKeflavík leiðir í hálfleik, 47-43

Keflavík leiðir í hálfleik, 47-43

17:21
{mosimage}

Meistarakeppni KKÍ er hafin í Toyotahöllinni í Keflavík en þar eigast við Íslandsmeistarar Keflavíkur og Bikarmeistarar Grindavíkur.  Fyrsti leikhluti fór gríðarlega hratt af stað og mikið um mistök á báðum endum vallarins.  Grindavík náði góðu forskoti í upphafi leiks en Keflavík náði þó að koma sér inn í leikinn þegar leið á.  Grindavík náði aftur góðu forskoti undir lok fyrsta leikhluta en það endist stutt.  Keflavík leiddi allan annan leikhluta og hefðu með þeim varnarleik sem þær voru að spila átt að hafa mun betra forskot en raun ber vitni.  Keflavík leiðir því í hálfleik með 5 stigum, 47-43.  Hægt er að fylgjast með leiknum í “lifandi leiklýsingu” á www.kki.is   
Stigahæstar í hálfleik hjá Keflavík eru Svava Ósk Stefánsdóttir með 14 stig en næst er Pálína Gunnlaugsdóttir með 12 stig.  Hjá Grindvaík er Ingibjörg Jakobsdóttir með 11 stig en næst á eftir henni er Petrúnella Skúladóttir með 6 stig. 

Fréttir
- Auglýsing -