spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaKeflavík leiddi frá byrjun til enda í öruggum sigri á Grindavík

Keflavík leiddi frá byrjun til enda í öruggum sigri á Grindavík

Keflavík lagði Grindavík nokkuð örugglega í Subway deild kvenna Blue höllinni, 86-68. Keflavík er sem áður í efsta sæti deildarinnar, nú með 12 sigra, á meðan að Grindavík er í 4. sætinu með 9 sigurleiki það sem af er tímabili.

Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi á upphafsmínútunum, þar sem heimakonur í Keflavík náðu að vera skrefinu á undan eftir fyrsta fjórðung, 19-15. Keflavík nær svo enn að bæta í og er þægilegum 10 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 41-31.

Í upphafi seinni hálfleiks nær Keflavík svo að láta kné fylgja kviði og eru þær komnar með 16 stiga forystu fyrir lokaleikhluta leiksins, 66-50. Þær gefa svo ekki mörg færi á sér í fjórða leikhlutanum, forskotið fer aldrei undir 15 stig og þær vinna að lokum örugglega, 86-68.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Wallen með 25 stig, 20 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Þá skilaði Birna Valgerður Benónýsdóttir 27 stigum og 5 fráköstum.

Fyrir gestina úr Grindavík var það Danielle Rodriguez sem dró vagninn með 16 stigum, 12 fráköstum, 5 stoðsendingum og Sarah Sofie Mortensen var með 19 stig og 12 fráköst.

Grindavík á leik næst komandi þriðjudag 23. janúar gegn Þór á Akureyri. Keflavík leikur svo degi seinna miðvikudag 24. janúar gegn. Íslandsmeisturum Vals í Origo höllinni.

Tölfræði leiks

Viðtöl eru upphaflega birt á VF.is

Fréttir
- Auglýsing -