spot_img
HomeFréttirKeflavík lagði Breiðablik með 54 stigum á Sunnubrautinni

Keflavík lagði Breiðablik með 54 stigum á Sunnubrautinni

Keflavík lagði Breiðablik nokkuð örugglega í Blue höllinni í kvöld í 12. umferð Subway deildar kvenna.

Eftir leikinn sem áður er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 11 sigra, 2 sigrum á undan Njarðvík og Grindavík sem eru í 2.-3. sætinu. Breiðablik er hinsvegar í 9. sæti deildarinnar með aðeins 1 sigur eftir fyrstu 12 umferðirnar.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Birna Benónýsdóttir með 14 stig og 7 fráköst. Henni næst var Anna Ingunn Svansdóttir með 14 stig og 3 stoðsendingar.

Fyrir Breiðablik var það Brooklyn Pannell sem dró vagninn með 11 stigum, 8 fráköstum, 5 stoðsendingum og Sóllilja Bjarnadóttir bætti við 3 stigum og 8 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -