spot_img
HomeFréttirKeflavík komnir á siglingu

Keflavík komnir á siglingu

 

Keflavík sigraði Hauka, 76-86, í 19. umferð Dominos deildar karla á heimavelli sínum í TM Höllinni í Keflavík. Eftir leikinn er Keflavík því í 5.-6. sæti deildarinnar ásamt Þór á meðan að Haukar eru enn í 11. sæti deildarinnar, 2 stigum fyrir aftan Skallagrím í 10. sætinu.

 

 

Fyrir leik

Liðin höfðu mæst einusinni áður í vetur. Í leik fyrir áramót í DB Schenker höllinni í Hafnarfirði fóru Haukar nokkuð auðveldlega með 20 stiga sigur af hólmi. Síðustu vikur verið erfiðar fyrir Hauka þar sem að liðið virðist eiga í miklum erfiðleikum með að ná í sigra og klifra upp úr fallsætinu sem að þeir eru í. Það öfuga í gangi hjá Keflavík, sem hefur enn ekki (3 leikir) tapað leik undir stjórn nýs aðalþjálfara Friðriks Inga Rúnarssonar.

 

Kjarninn

Fyrri hálfleikur leiksins var virkilega jafn og spennandi. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn 17-17, en svo fljótlega í 2. ná Haukar aðeins að slíta sig frá heimamönnum. Ná mest upp 7 stiga forystu um miðjan leikhlutann. Með elju nær Keflavík þó að rétt sinn hlut áður en hálfleikurinn endaði, 35-37.

 

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í fyrri hálfleik var Amin Stevens með 10 stig og 10 fráköst á meðan að fyrir gestina var það Sherrod Wright sem dróg vagninn með 15 stigum og 4 fráköstum.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins héldu Haukar í forystuna. Eru 6 stigum yfir þegar 3 mínútur eru eftir af hlutanum. Þá sagði leikmaður Keflavíkur, Reggie Dupree, hingað og ekki lengra. Á um mínútu setur hann 3 þriggja stiga körfur í röð, án þess að Haukar nái að svara. Keflavík fer svo með 4 stiga, 60-56, forystu inn í lokaleikhlutann.

 

Þáttaskil

Vörn Keflavíkur var frábær fyrstu 5 mínútur 4. leikhlutans. Á þessum kafla leyfa þeir aðeins 4 stig. Svo þegar að um 4 mínútur eru eftir, í stöðunni 66-62 brýtur leikmaður Hauka, Sherrod Wright, óíþróttamannslega á Reggie Dupree í þriggja stiga skoti. Bæði reyndi hann að slá til lappar hans á meðan að hann var í loftinu, sem og var eins og hann stigi undir hann í skotinu. Virkilega dýrt fyrir Hauka. Bæði var þetta 4. villa Sherrod, sem til þessa hafði verið aðal sprauta þeirra sóknarlega (21 stig) sem og setti þessi sókn (Keflavík fékk boltann aftur og Hörður Axel skoraði) þá heilum 8 stigum fyrir aftan heimamenn. Að lokum var þetta of stór biti til að kyngja fyrir gestina sem töpuðu að lokum með 8 stigum, 76-68.

 

 

Tölfræðin lýgur ekki

Keflavík kom sér í 23 skipti á línuna í kvöld (91% nýting) á móti aðeins 13 skipta Hauka (84% nýting)

 

Lánlausur Haukar

Eitthvað hefur verið ritað um hversu lánlausir Haukar hafi verið vetur. Hafa tapað ófáum leiknum með litlum mun þar sem að þeir leiddu kannski mikinn hluta leiks. Leikurinn í kvöld var bara enn einn svoleiðis leikurinn fyrir þá. Hefðu mjög hæglega getað unnið þennan leik og með því, jafnvel, tekið stórt skref í að tryggja sæti sitt í deildinni. Hæfileikarnir vel til staðar hjá þeim, spurning hvort þeir klári næsta leik, sem er gegn Snæfell, þann 3. næstkomandi.

 

 

Hetjan

Hörður Axel Vilhjálmsson var potturinn og pannan í þessum sigri Keflvíkinga. Á tæpum 34 mínútum spiluðum skoraði Hörður 24 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Davíð Eldur

Myndir / SBS

Fréttir
- Auglýsing -