spot_img
HomeFréttirKeflavík komið í undanúrslit

Keflavík komið í undanúrslit

 

Keflavík sigraði Skallagrím í 8 liða úrslitum Powerade bikarkeppninni fyrr í dag með 93 stigum gegn 69. Leikurinn var sá fyrsti í 8 liða úrslitum, svo enn á eftir að þrengja í hóp þeirra liða sem Keflavík á möguleika að mæta í undanúrslitum bikarsins, en þau fara fram 23.-25. þessa mánaðar. Viðureignirnar sem eftir eru, fara fram á morgun og eru Valur/Snæfell, Stjarnan/Hamar og Grindavík/Haukar.

 

 

Fyrir leikinn var kannski erfitt að gera sér í hugarlund hver úrslit hans yrðu. Þó svo að Skallagrímur sé lið sem spilar deild neðar en Keflavík, þá hafa þær svosem ekki sýnt fram á neitt annað en að þær ætli sér sæti í deild þeirra bestu að tímabili loknu. Höfðu fram að þessum leik unnið alla sína leiki og sitja einar í 1 sæti 1. deildar með helming fleiri sigurleiki en liðið sem er í 2. sæti (KR) Keflavík aftur á móti, gengið ágætlega í úrvalsdeildinni í vetur (3. sæti), en höfðu í gær rekið þjálfara sinn og voru því í fyrsta skipti að leika undir stjórn nýs þjálfara, Marínar Rósar Karlsdóttur. Því allar líkur á að þetta yrði bráðfjörugur leikur.

 

Sem hann og var, hnífjafn allan fyrsta leikhlutann. Þar sem að Keflavík leiddi þó bróðurpartinn. Endaði í 3 stiga forystu heimastúlkna 22-19. Skallagrímur hinsvegar hélt áfram að reyna að vinna niður þessi fáu stig sem skildi liðin að í byrjun 2. leikhlutans. Þeim tókst svo að jafna leikinn í stöðunni 26-26 þegar um tvær mínútur höfðu lifað af hlutanum.

 

Keflavík seig þá aftur frammúr gestunum með hjálp ákafrar fulls vallar pressuvarnar. Sem þó í endan rann út í sandinn og uppskáru þær nokkur auðveld sniðskot í andlitið í staðinn. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Keflavík með tveggja stiga forystu, 38-36.

 

Atkvæðamest fyrir heimastúlkur í hálfleik var Sandra Lind Þrastardóttir með 11 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar á meðan að fyrir Skallagrím var það Erikka Banks sem dróg vagninn með 11 stig og 2 fráköst.

 

3. leikhlutinn fer svo svipað af stað og sá 2. Það er að Skallagrímur nær að jafna leikinn þegar um 3 mínútur voru liðnar af honum, en þar mátti við sitja fyrir þær. Keflavík svaraði með 9-0 áhlaupi og var svo komin með stöðuna á 62-55 í lok hlutans.

 

Í lokaleikhlutanum voru svo einhver teikn á lofti um að Skallagrímur næði að gera þetta að spennandi leik aftur, en munurinn var aðeins 5 stig þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum. Heimastúlkur í Keflavík settu báðar fætur á bensíngjöfina þá og litu ekki til baka. Sigldu heim gífurlega öruggum 24. stiga sigri, 93-69.

 

Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Sandra Lind Þrastardóttir, en hún skoraði 18 stig, tók 9 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum á þeim 35 mínútum sem hún spilaði í leiknum.

 

Myndasafn

Tölfræði

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur 

Fréttir
- Auglýsing -