21:25
{mosimage}
(Gunnar Einarsson var stigahæstur Keflvíkinga í kvöld)
Það mættu grimmir Keflvíkingar til leiks í Smáranum í Kópavogi þar sem heimamenn í Breiðablik tók á móti þeim og urðu að sætta sig við 22 stiga tap 63-85. Staðan í leikhlé var 44-28 fyrir Keflvík. Keflvíkingar þökkuðu mikla gestrisni og óðu yfir heimamenn fyrsta hlutann sem skóp 17 stiga mun sem var grunnurinn að sigri þeirra á Breiðablik í kvöld og fór munurinn ekki niður fyrir 16 stig hjá Keflavík eftir að hafa komið sér þægilega í bílstjórasætið í leiknum.
Það var engin mjúk meðferð sem Breiðablik fékk hjá Keflvíkingum í fyrsta fjórðung. Keflvíkingar nutu þess að keyra upp hraðann og spila fast á Breiðablik og áttu algjöra yfirkeyrslu þar sem flest gekk upp. Í stöðunni 2-1 tóku Keflvíkingar sig til og lokuðu á sóknir Blika þar sem varla skot fékkst og staðan varð fljótt 4-10 og svo 4-21 og Blikar frusu. Eftir fyrsta hluta leiddi Keflavík 24-7 og góð liðheild skóp góða forystu þar sem fremstir voru Gunnar, Hörður og Sigurður í alveg bullandi gír.
Breiðabliksmenn klóruðu í bakkann strax í byrjun annars hluta og héngu í og fóru í svæðisvörn sem skilaði aðeins agaðri varnarleik en áður en erfitt að elta 17 stiga muninn sem kominn var. Gunnar Einars og Siggi Þ voru drjúgir fyrir Keflavík og Nemjana Sovic var vel í gangi fyrir Breiðablik en vantaði stuðning frá fleirum. Leikurinn var jafnari yfir annan hluta og margt þurfti að gerast í leik Blika til að saxa á forskotið þótt Keflvík hafi verið að tapa boltanum á köflum. Keflvík leiddi í hálfleik 28-44 og höfðu Blikar aðeins náð vinna eitt stig á gestina en þeir mörðu hlutann 21-20.
Hjá heimamönnum var Nemjana Sovic komin með 13 stig og 7 fráköst og Kristján 7 stig. Gestirnir höfðu verið öflugir og voru þar Gunnar Einars kominn með 13 stig og Sigurður 9 stig og 5 frák. Þeir Þröstu og Hörður voru komnir með 7 hvor.
{mosimage}
Blikar líkt og í fyrsta hluta áttu erfitt með finna körfuna og skoraði Sovic fyrstu stig þeirra eftir 3 mín og Keflavík sótti bara meira og pressuðu um allann völl og komust í 10-2 eða 54-30 um miðjann þriðja hluta. Breiðabliksmenn fundu sig betur í 2-3 svæði og reyndu skipta á milli varnartaktíka en lítið gekk á móti heitum Keflvíkingum sem settu bara stóru byssurnar í gang og þeir leiddu eftir þriðja hlutann 41-65.
Skorið jafnaðist aftur í fyrri part fjórða leikhluta og skiptust liðin á að skora en eins og áður hefur komið fram var munurinn orðinn það mikill að fátt kom Keflavík úr jafnvægi og þó Briðablik gerði áhlaup þá kom álíka kafli á móti hjá Keflavík. Leikhlutinn fjórði var tilþrifa lítill þegar Keflvík nálgaðist 30 stiga muninn en líkt og í öðrum hluta börðust Blikar betur og unnu hlutann 22-20 þegar flestir af bekknum komu inn hjá báðum liðum, en Blikar þurftu að sætta sig við tap 63-85.
Hjá Blikum var Sovic með 21 stig og 8 frák. Kristján með 10 stig. Daníel 9 stig og Halldór 8 stig. Hjá Keflavík var Gunnar með 18 stig. Siggi 13 stig og 7 frák. Sverrir 12 stig. Jón 10 stig og 6 frák. Þröstur 9 stig og 5 frák. Hörður var með 7 stig og 8 stoðs. Mikið var um tapaða klaufa bolta hjá báðum liðum í kvöld og fuku 20 stykki hjá hvoru liði.
Texti: Símon B. Hjaltalín
Myndir: Snorri Örn



