spot_img
HomeFréttirKeflavík kjöldró Hött

Keflavík kjöldró Hött

Keflavík lagði Hött í Blue höllinni í kvöld í Subway deild karla.

Leikurinn var frestaður leikur úr 17. umferð deildarinnar, en eftir hann er Keflavík í 2.-4. sæti deildarinnar með 26 stig líkt og Grindavík og Njarðvík.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérstaklega jafn eða spennandi. Keflavík leiddi með 19 stigum eftir fyrsta leikhluta, hélt því bili og bætti við forskot sitt jafnt og þétt út leikinn sem þeir sigra að lokum með 39 stigum, 110-71.

Atkvæðamestur í liði Keflavíkur í kvöld var Remy Martin með 29 stig, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Fyrir Hött var Gustav Suhr-Jessen atkvæðamestur með 12 stigum og 4 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -