spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari í unglingaflokki karla

Keflavík Íslandsmeistari í unglingaflokki karla

20:13

{mosimage}

Keflvíkingar unnu FSu 102-78 í úrslitaleik unglingaflokks karla en staðan í hálfleik var 57-38 Keflavík í vil. Hörður Axel Vilhjálmsson var valinn besti maður leiksins en hann skoraði 34 stig, tók 5 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og stal 2 boltum.

Leikurinn hófst á sannkallaðri flugeldasýningu en bæði lið voru dugleg að skora og hraðinn var mjög mikill frá upphafi til enda. Hörður Axel setti 8 af fyrstu 13 stigum Keflvíkinga. Staððan efti 1. leikhluta var 28-21 Keflavík í vil.

Í öðrum leikhluta skildi aðeins með liðunum en í stöðunni 28-24 skoraði Keflavík 13 stig í röð og breyttu stöðunni í 41-24. Liðin skiptust á körfum út leikhlutann og Keflavík leiddi í hálfleik 57-38.

Allan seinni hálfleikinn skiptust liðin á körfum og það mikla áhlaup sem FSu þurfti á að halda til að komast nær Keflvíkingum kom aldrei og suðurnesjamenn unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 102-78 fyrir Keflavík.

Stigahæstur hjá Keflavík var Hörður Vilhjálmsson með 34 stig og Þröstur Jóhannsson var honum næstur með 20 stig.

Hjá FSu var Nicholas Mabbutt með 24 stig og Björgvin Valentínusson skoraði 22 stig.

myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -