spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari í minnibolta stúlkna

Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta stúlkna

 
Minnibolti 11 ára stúlkna varð Íslandsmeistari í sínum aldursflokki um síðustu helgi þegar fjórða og síðasta umferð Íslandsmótsins fór fram í Toyota höllinni í Keflavík, en þetta er yngsti árgangurinn sem keppir um Íslandsmeistaratitil.
Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann alla leiki sína á lokamótinu og reyndar unnu þær alla 16 leiki sína á Íslandsmótinu í vetur. Þjálfari liðsins er Björn Einarsson.
 
Fréttir
- Auglýsing -