spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari í minnibolta kvenna

Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta kvenna

Keflavík varð Íslandsmeistari í minnibolta kvenna um helgina eftir sigur á Grindavík, 40-16. Um hreinan úrslitaleik var að ræða þar sem Grindavík voru einnig búnar að vinna alla sína leiki á mótinu fram að þessum úrslitaleik.
Með sigrinum er enn einn titillinn kominn í hús hjá stelpunum í Keflavík, en 7. og 8. flokkur kvenna eru einnig búnar að vinna titilinn. Keflavíkurstelpurnar spiluðu frábærlega alla helgina þar sem ekkert var gefið eftir og er framtíðin björt hjá þessum ungu stelpum. Þjálfari liðsins er Rannveig Kristín Randversdóttir.
  
Fréttir
- Auglýsing -