spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari í 10. flokki kvenna

Keflavík Íslandsmeistari í 10. flokki kvenna

 
Keflvíkingar eru Íslandsmeistarar í 10. flokki kvenna eftir öruggan 71-31 sigur á Grindavík í úrslitaviðureign Íslandsmótsins. Sara Rún Hinriksdóttir var valin besti maður leiksins með 14 stig, 13 fráköst og 4 varin skot í liði Keflavíkur.
Keflvíkingar léku grimma vörn í dag og þvinguðu granna sína úr Grindavík út í mörg mistök og staðan 21-8 fyrir Keflavík að loknum fyrsta leikhluta. Gular bitu frá sér í öðrum leikhluta en Keflavík leiddi þó í hálfleik 35-18.
 
Í síðari hálfleik sleit Keflavík sig fljótt frá að nýju og svo fór að lokum að Keflvíkingar höfðu öruggan 71-31 sigur í leiknum.
 
Ingunn Embla Kristínardóttir og Sandra Lind Þrastardóttir voru báðar með 16 stig í liði Keflavíkur og maður leiksins, Sara Rún, var eins og áður segir með 14 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Hjá Grindavík var Hulda Sif Steingrímsdóttir með 13 stig.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -