spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistarar eftir framlengingu

Keflavík Íslandsmeistarar eftir framlengingu

Í gær lékku Grindavík og Keflavík til úrslita í 7. flokki stúlkna í Grindavíkinni.  Fyrir leikinn hafði Grindavík sigrað Keflavík í síðustu tveimur fjölliðamótum sem fram fóru í Grindavík og Njarðvík en Keflavík hafði unnið í leik liðanna í fyrsta fjölliðamótinu á Flúðum, og þá í fyrsta skipti þar sem Grindavík vann alla leiki sína síðasta ár nokkuð auðveldlega. 

Jafnt var á með liðunum nánast allan leikinn og munurinn oftast 1-2 stig (fór einu sinni uppí 5 stig)) og greinilegt að taugarnar spiluðu stórt hlutverk þar sem lítið var skorað þrátt fyrir fína takta hjá báðum liðum. Grindavík fékk síðustu sókn leiksins í venjulegum leiktíma en náðu ekki að nýta sér hana og því varð að framlengja eftir að bæði lið höfðu skorað 22 stig. 

Framlengingin einkenndist á löngum sóknum (engin skotklukka) beggja liða þar sem fáir sénsar voru teknir, en að lokum tókst Keflavíkurstúlkum að skora 4 stig á móti 1 Grindavíkurstúlkna og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar 2015.  Magnaður leikur, magnaðir áhorfendur sem nánast fylltu Röstina í Grindavík.

Fréttir
- Auglýsing -