spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistarar 2018

Keflavík Íslandsmeistarar 2018

 

Keflavík varð í dag Íslandsmeistari í 7. flokk stúlkna. Lokamót flokksins var leikið í Akurskóla í Innri Njarðvík um helgina. Sigruðu þær það mót og stóðu því uppi sem Íslandsmeistarar að lokum.

 

Fór Keflavík taplaust í gegnum úrslitamótið, en með þeim á því léku lið Hauka, KR, ÍR og sameinað lið Þórs og Hrunamanna. Í öðru sætinu voru Þór/Hrunamenn.

 

Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðinu með þjálfara sínum Kristjönu Eir Jónsdóttur eftir að sigurinn var í höfn.

 

Keflavíkurstúlkur fögnuðu innilega eftir að hafa landað síðasta sigri helgarinnar:

 

Hérna má sjá úrslit frá mótinu

 

 

Hér fyrir neðan er svo mynd af liðinu er hafnaði í öðru sæti frá Þór/Hrunamönnum.

 

Fréttir
- Auglýsing -