spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistarar 2008(Umfjöllun)

Keflavík Íslandsmeistarar 2008(Umfjöllun)

23:27

{mosimage}
(Bikarinn á loft)

Sumardagurinn fyrsti rann upp blautur og fullur eftirvæntingar í hugum margra Keflvíkinga og Hólmara. Raunin var sú að þriðji leikur í úrlitaeinvígi Keflavíkur og Snæfells þýddi hreinlega allt. Keflvíkingar gátu tekið Íslandmeistaratitlinn 3-0 og Snæfellingar gátu komið til baka 2-1 og fengið þá leik í Hólminum næst. Mikið var undir og nokkuð víst að blóðþrýstings-, púls- og skjálftamælar hefðu ekki dugað til að taka stöðuna á háspennunni í Toyotahöllinni í Keflavík. Þeir síspræku dómarar Björgvin Rúnarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.

Liðin byrjuðu af krafti og hraðinn einkenndi fyrstu mínúturnar og fóru Keflvíkingar með forystu til að byrja með og ætluðu sama leik og frá var horfið og setti Gunnar þrist að vanda og setti leikinn í 9-4. Snæfellingar stóðu í fæturnar í sóknarleiknum og voru ekki að klaufast eins og áður og komust í 15-19 með góðum spretti og stífri vörn sem fékk Keflvíkinga til taka léleg langskot og hirtu þeir svo fráköstin og færðu sér það svo til góða. En fyrsti fjórðungurinn var jafn og hraður og kom Maggi Gunn með tvo massa þrista til að halda sínum við efnið og leiddu Keflvíkingar 23-21 eftir 1. hluta.

{mosimage}

Maggi var fullur sjálfstrausts setti sinn þriðja þrist sem voru einu skoruðu stigin í  um 3 mín og menn voru að setja upp í góða vörn báðum megin og var staðan 26-21 þegar 6:50 voru á klukkunni. Magnús Gunnarsson áðurnefndur skoraði enn langskoti en núna 2 og voru Keflvíkingar komnir með 8-2 kafla þegar um 5 mín voru eftir af 2. hluta og ekki var mikið um skor. Anders Katholm setti þrjú þegar Snæfellingar voru að finna körfuna en Keflvíkingar voru að spila feiknar góð vörn og stálu tvisvar og kláruðu sitt og voru með forystu 40-36 þegar 1:30 voru eftir og eftir barning fram og til baka var flautað í leikhlé með stöðuna 42-36 fyrir heimamenn.

Hjá Keflvíkingum hafði Magnús verið að spila vel og stígið vel upp með 13 stig og Tommy með 9 stig og 5 frák. Gunnar hafði sett 7. Hjá Snæfelli voru Magni með 9 stig, Hlynur 8 stig og 7 frák. Siggi var með 7 stig. Justin 4 stig og 6 frák, vantaði upp á sitt besta í skori og lokuðu Keflvíkingar vel á hann en var kominn með 4 stoð.

Anthony Susnjara fékk 4 villu sína í byrjun 3. hluta eftir viðskipti við Magna sem var sprækur undir og fékk þar tvö stig og setti niður vítið. Snæfellingarnir áttu gott áhlaup og náðu að narta 46-45 þegar Gunnar setti þrist og stal í næstu sókn og setti Bobby Walker niður þau tvo og Keflvíkingar komust svo í 53-47 þegar 5 mín voru eftir af 3ja hluta. Stemmingin var góð heimamanna þegar þeir komust í 58-47 og áttu svör við áhlaupi sem Snæfellingar vildu gera.

{mosimage}

Tommy Johnson byrjaði á stóru skotunum en Anders Katholm svaraði og munurinn 10 stig 61-51 þegar flest virtist falla með Keflvíkingum sem ætluðu greinilega ekki að fara á taugum þegar brotið var á Gunnari Einarssyni og óíþróttamannsleg villa dæmd og boltinn niður og vítið líka. Katholm var ekki á að fara heim og reyndi að halda sínum mönnum inni með þrist en það var eins og áður Tommy Johnson svaraði því með risaþrist á flautu og hægt var Keflavík að síga lengra framm úr og leiddu fyrir lokaátökin 69-54.

Keflavík setti einn þrist og Snæfell tvist og ekki meira en það fyrstu 4 mín 4. hluta þar sem stemmingin var gríðaleg Keflvíkurmegin og náðu Snæfellingar ekki að færa nýta sér að Keflavík var ekki að setja niður frekar en þeir. Mistök á báða bóga en það sem taldi var Keflvíkinga. Þeir áttu svo góðann sprett og komu leiknum í 20 stiga forskot þegar 5 mín voru eftir og staðan 81-61 og voru Gunnar, Tommy og Maggi að spila vel á þessum kafla. Snæfellingar áttu fá svör í lokin og setti Gunnar eina stóra að hætti hússins og þegar 3 mín voru eftir var farið að verða ansi erfitt fyrir Snæfellinga að koma til baka úr þessu þegar menn eins og Maggi og Tommy voru að skjóta í stærri mun sem var orðin 24 stig þegar 1:44 voru eftir og stuðningsmenn farnir að kalla “íslandmeistarar” í sífellu.  Snæfellingar mættu of stóru Keflvaíkurhjarta í þessari viðureign þrátt fyrir að hafa tekið 2/3 suðurnesjanna, Njarðvík og Grindavík í fyrri viðureignum. Keflavíkingar voru vel að sigrinum komnir eftir stóra endurkomu eftir að hafa lent 2-0 undir á móti ÍR og lönduðu svo 3-0 sigri í einvíginu með sigri í dag 98-74 og eru Íslandsmeitarar 2008.

{mosimage}

Þó lið Snæfells hafi verið afskrifað um áramót komu þeir til baka í seinni hlutann og komust þó á þetta langt og eru bikarmeistarar. Hjá þeim í dag voru Magni, Siggi og Anders með 16 stig hver og Anders með 8 fráköst. Hlynur var með 8 stig og 9 fráköst og Justin átti eflaust sin daprasta skor í vetur með 7 stig, en tók 8 frák og 6 stoð. Justin spilaði ekki illa þannig en var vel tekin úr leik af sterkri vörn Keflavíkur.

Keflvíkingar sýndu svaka karakter í síðasta hlutanum og vildu bara meira og meira. Gunnar Einarsson var vel að því kominn að vera valinn maður úrlitakeppninar og var með 20 stig i kvöld. Erfitt val ábyggilega því margir voru að spila vel Tommy Johnson var gríðalega erfiður í þessari rimmu og setti hann 24 stig og tók 7 frák. Tommy skaut mikið og var með 4/11 í þristum eins og Maggi Gunnars sem var heitur á köflum og setti 16 stig en skaut mikið og var með 4/10 í þristum.

Um leið og undirritaður kveður vill ég þakka æðislega skemmtilegann vetur og frábærann körfubolta. Þá óska ég Snæfellingum um allt land til hamingju með mjög góðann árangur í vetur og mega þeir bera höfuðið hátt.

Keflvíkingum nær og fjær óska ég svo innilega til hamingju með Íslandsmeitaratitilinn 2008 og eru þeir vel að honum komnir með gríðarlega sterku karakterliði og skemmtilegu stuðningsliði.

Tölfræði leiksins

Símon B. Hjaltalín

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -