spot_img
HomeBikarkeppniKeflavík í úrslit VÍS bikarkeppninnar eftir öruggan sigur gegn Stjörnunni

Keflavík í úrslit VÍS bikarkeppninnar eftir öruggan sigur gegn Stjörnunni

Keflavík lagði Stjörnuna í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarkeppni karla, 113-94. Það verður því Keflavík sem fer í úrslitaleikinn á laugardag. Þar mætir liðið Tindastóli, sem lagði Álftanes fyrr í kvöld með 18 stigum.

Fyrir leik

Gengi liðanna tveggja í deildinni verið nokkuð ólíkt það sem af er vetri. Þar sem Keflavík situr í 3. sæti deildarinnar, nokkuð öruggir með heimavöll í fyrstu umferð úrslitakeppni, á meðan að Stjarnan er í 9. sætinu, fyrir utan úrslitakeppnina þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Gangur leiks

Leikurinn var í miklu jafnvægi á upphafsmínútunum. Sóknarlega munaði miklu um framlag Remy Martin fyrir Keflavík, en hann setti 14 stig á fyrstu 7 mínútum leiksins og eru þeir skrefinu á undan að fyrsta leikhluta loknum, 27-24. Leikurinn er svo áfram jafn vel inn í 2. leikhlutann, þar sem aðeins stigi munar á liðunum þegar 4 mínútur eru til hálfleiks, 35-36. Þá nær Keflavík gífurlega sterku 13-0 áhlaupi sem Stjarnan nær lítillega að svara og er munurinn 9 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 50-41.

Stigahæstur Keflvíkinga í fyrri hálfleiknum var Remy Martin með 20 stig á meðan að Ægir Þór Steinarsson var kominn með 11 stig fyrir Stjörnuna.

Keflvíkingar byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti og ná með nokkrum löngum þristum frá Remy Martin að koma forystu sinni í 17 stig. Stjörnumenn svara því þó ágætlega, en Keflavík nær að koma forskoti sínu aftur í 17 stig fyrir lokaleikhlutann, 84-67. Keflvík þurfti að er virtist ekki að hafa neitt svakalega mikið fyrir hlutunum í fjórða leikhlutanum. Kristján Fannar Ingólfsson og Júlíus Orri Ágústsson áttu þó góða sóknarspretti fyrir Stjörnuna, sem komu liðinu samt ekkert sérstaklega nálægt því að gera þetta að leik. Niðurstaðan að lokum gífurlega öruggur sigur Keflavíkur, 113-94.

Atkvæðamestir

Remy Martin var stórkostlegur fyrir Keflavík í leik kvöldsins með 39 stig og 6 stoðsendingar. Honum næstur var Marek Dolezaj með 26 stig og 6 fráköst.

Fyrir Stjörnuna var Júlíus Orri Ágústsson atkvæðamestur með 21 stig og 5 fráköst.

Hvað svo?

Keflavík mætir Tindastóli í úrslitaleik VÍS bikarkeppninnar komandi laugardag 23. mars, en Stólarnir lögðu Álftanes fyrr í kvöld í hinum leik undanúrslita.

Tölfræði leiks

Viðtöl upphaflega birt á vef Víkurfrétta

Fréttir
- Auglýsing -