spot_img
HomeFréttirKeflavík í úrslit

Keflavík í úrslit

Það voru baráttuglaðar Haukastúlkur sem urðu að játa sig sigraðar í kvöld í TM-höllinni í Keflavík þegar liðin mættust í þriðja leik einvígisins í undanúrslitum.  Aðeins tvö stig skildu liðin í hálfleik og fór svo að Keflavík vann að lokum 75:66 en úrslit réðust á síðustu andartökum leiksins þegar Keflavík náði að kreysta sigur. 

Haukastúlkur hófu leik betur og settu fyrstu tvö stig leiksins en þar með var þeirra forysta í það minnsta í fyrri hálfleik lokið. Keflavík tók völdin á vellinum, komust fljólega í forystu og leiddar áfram af Carmen Tyson Thomas og einnig fínum leik frá Bryndísi Guðmundsdóttir.  Þrátt fyrir þó að Keflavík hafi komist í forystu í leiknum þá náðu þær aldrei neinni afgerandi forystu líkt og þegar liðin mættust fyrir viku síðan. 

 

Þar munaði mest um þátt Lele Hardy sem í kvöld var mætt á fullum krafti.  Í hálfleik var staðan 38:36 heimastúlkum í vil og það var fyrir tilstilli Sylvíu Hálfdánardóttir að munurinn var ekki meiri þar sem hún sýndi frábæran endasprett í fyrri hálfleik og skoraði einhver 7 stig í röð fyrir þær rauðklæddu.

Keflavík hóf seinni hálfleik af krafti og það gerðu Haukar einnig sem stilltu upp af megninu til í leiknum í svæðisvörn.  Vörnin sem slík var ekki að vefjast þannig séð fyrir Keflavík heldur voru það smá mistök liðsins og slakt skotval sem var að hrjá þær frekar.  Haukastúlkur voru í raun á sama báti en það kom svo að því að Lele Hardy tók til sinna ráða. Lele setti upp sýningu þegar hún skoraði 10 stig í röð fyrir Hauka og koma liðinu í 47:50 þegar um mínúta var eftir af þriðja leikhluta. Þarna var Lele komin í sinn gamla gír. En henni vantaði hinsvegar meiri hjálp frá restinni af liði sínu. 

Keflavík stóðu þessi högg Lele af sér og náðu í raun alltaf að svara fyrir sig.  Í upphafði loka leikhlutans var mikill taugatitringurm hjá báðum liðum og lítið sem ekkert var skorað rúmlega fyrstu þrjár mínúturnar.  Þegar stigaskorun hófst svo þá hreinlega skiptust liðin á að setja niður körfur og augljóst að þetta yrði útkljáð á lokasprettinum.  Keflavík voru svo sterkari á lokasprettinum, Sandra Lind Þrastardóttir kom liðinu í 4 stiga forskot þegar um 1:30 voru eftir af leiknum og þá forystu létu Keflavík ekki af hendi og eru á leið í úrslit gegn annað hvort Snæfell eða Grindavík.

 

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -