20:17
{mosimage}
Fyrsti leikur í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar á milli Keflavíkur og Snæfells fór fram á þessum dýrðardegi og var stemming úrslitakeppninar sem sveif yfir vötnum í dag. Troðfullt út úr dyrum í Sláturhúsinu í Keflavík og þessi lið að berjast í úrslitum í þriðja sinn á 5 árum og síðast voru það vorin 2004 og 2005. Dómarar þessa leiks, sprækir sem aldrei fyrr, voru Sigmundur Már Herbertsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.
Kraftur var í liðunum og morgunljóst í hvað stefndi. Snæfellingar voru komnir í 4-10 þegar Gunnar Einars smellti einum þrist og sýndi að hann væri tilbúinn en ekki löngu síðar setti Arnar Freyr einn þrist til að jafna leikinn 10-10. Sprettir voru hjá liðunum og áttu Keflvíkingar í framhaldinu forystuna en Snæfell dró á 19-18 og voru skotin fyrir utan þeim mikilvæg. Snæfellingarnir voru ekki langt undan en áttu voru undir 25-22 eftir 1. leikhluta.
Keflavík setti í gírinn og ætluðu sér áhlaup og komst aðeins áleiðis með spretti en Snæfell var að fara að finna sig í vörninni og jafna sig í sóknarleiknum eftir bras og náðu að jafna 34-34. Gunnar Einars hinn spræki reyndi íkvekju í sínu stuðningsliði þegar hann setti þrist að hætti hússins. Snæfellingar voru þó yfirleitt með yfirhöndina í fráköstum þegar Keflvíkingar voru ekki að hitta úr langskotum sínum en Siggi Þorvalds var að setja góða þrista fyrir Snæfellinga sem virkuðu stundum óákveðnir í sóknum sínum en voru þó að laga þá hluti þegar á leið. Staðan í leikhlé 44-41.
{mosimage}
Áður nefndur Gunnar Einarsson var sá sem Keflvíkingar leituðu oft að setti hann sinn 3ja þrist undir lok hlutans og var með 9 stig í leikhlé og 3/6 í þristum. Bobby Walker stigahæstur Keflvíkinga var með 11 stig og hafði 3 af 7 í þristum, Arnar Freyr var kominn með 8 stig og 5 stoð í hálfleik. Hjá Snæfelli voru Siggi Þorvalds með 12 stig og Justin Shouse 11 stig og 5 frák að skora mest en Jón Ólafur með 9 stig og Hlynur 7 stig og 5 fráköst vory ekki langt undan. Staðan í fráköstum í fyrri hlutanum milli liðanna var 20-11 fyrir Snæfell en þeir voru að tapa boltanum 9 sinnum og færðu sér frákastayfirburði sína sér ekki nóg í nyt.
Leikurinn var hnífjafn yfir 3.hluta og átökin fyrir lokahlutan fóru að verða spennandi. Varnir beggja liða voru fínar og hart barist um alla bolta. Snæfellingar voru ekkert feimnir við að vera á útivelli og leiddu eftir 3. fjórðung 64-65 og voru ekki að leyfa Keflvíkingum að hleypa leiknum upp. Tommy Johnson var hins vegar á öðru máli og setti tvo þrista í röð og skellti Keflavík í 72-65. Snæfellingar voru að taka léleg skot á kafla en með hertri vörn og meiri rósemi í sókninni sigu þeir á og var staðan þegar 4 mín voru eftir 75-74 fyrir heimamenn í Keflavík.
{mosimage}
Spennan var gríðarleg og áhorfendur komnir á fætur þegar 1 mínúta var eftir og staðan 80-77. Snæfellingar stálu boltanum og Magnús braut á Justin sem setti tvo niður og 28 sek eftir og staðan 80-79. Keflvíkingar klikkuðu á næstu sókn og Snæfellingar komu upp en klikkuðu á skoti sínu og tíminn rann út þegar brotið var á Tommy Johnson. Tommy fékk tvö skot setti annað og þau 50 sekbrot sem voru sett inn aftur runnu út eftir að seinna skotið geigaði og Keflavík leiðir einvígið 1-0 eftir svakalega jafnann leik 81-79 og mátti litlu muna í lokin en Snæfellingar heldur seinir að ætla að komast yfir á síðustu metrunum og Keflvíkingar sem leiddu stærsta hluta leiksins þó það hafi aldrei farið yfir 7 stig héldu sínu.
Bobby Walker var atkvæðamestur hjá heimamönnum og setti 22 stig og tók 7 fráköst. Tommy Johnson var með 18 stig og var Keflvíkingum sérstaklega mikilvægur í 4. leikhluta. Susnjara var með 13 stig. Gunnar Einars skoraði ekkert í seinni hálfleik og Magnús Gunnarsson skoraði ekki stig í leiknum. Jón Norðdal aðeins 8 stig eins og Arnar Freyr sem var reyndar með 8 stoð líka. Með ekki meira framlag frá öðrum en 3 fyrstnefndu að Snæfell færði sér það ekki til góða. En Keflvíkingar spiluðu fína vörn og trufluðu Snæfellingana oft í sóknum sínum og tóku þau stopp sem þeir ætluðu.
{mosimage}
Hjá Snæfelli voru fleiri að skora yfir 10 stig og voru Justin með 18 stig og 8 stoð Siggi Þorvalds með 18 stig að setja mest niður en Hynur með 13 stig átti teiginn sem fyrr og var með 14 fráköst og allt Snæfellsliðið var með 11 fráköstum meira en Keflavík (36-25). Subasic var með 12 stig sín öll í seinni hálfleik á meðan Jón Ólafur var með sín 9 stig í fyrri. Anders Katholm auk tveggja síðastnefndu hafa gert betur og einnig má Snæfellsliðið athuga hjá sér tapaða bolta á móti stolnum 16-5 þar sem sendingar fóru oft forgörðum. Ljóst að bæði lið eiga sitthvað inni og voru ekki spila á sínu fulla tempói og spennandi viðureign framundan. Næsti leikur er svo í Stykkishólmi mánudaginn 21. apríl kl 20.00
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
Símon B. Hjaltalín.
Myndir: [email protected]



