spot_img
HomeFréttirKeflavík hélt sér á lífi - Lögðu Tindastól örugglega í Blue Höllinni

Keflavík hélt sér á lífi – Lögðu Tindastól örugglega í Blue Höllinni

Keflavík vann flottan og sannfærandi sigur á Tindastól í þriðka leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lokatölur urðu 100-78 og staðan því 2-1 fyrir Tindastól og næsti leikur fer fram á Króknum.

Það var jafnræði og barátta í fyrsta leikhluta og ómögulegt að sjá á milli liðanna. Keflavík var aðeins á undan en ekkert til að tala um. Í öðrum leikhluta fóru heimamenn í stuð – gáfu í og gáfu engin grið; í leikhléi voru heimamenn komnir með ágætt forskot, 53-39.

Þótt Tindastóll reyndi allt hvað þeir gátu í síðari hálfleik þá var það bara ekki nóg; Keflvíkingar voru komnir á bragðið og þeir voru alls ekki á því að láta Stólanna fara að anda ofan í hálsmálið á sér.

Þess vegna varð aldrei nein spenna í síðari hálfleik – Keflavík sá til þess með hörkuleik á meðan gestirnir fundu einfaldlega aldrei almennilegt flæði í sínum leik.

Öruggur og glæsilegur sigur Keflavíkur staðreynd og framundan er brjálaður fjórði leikur liðanna.  

Allt Keflavíkurliðið lék vel; stemmningin var frábær hjá liðinu sem og á pöllunum; menn voru að skila framlagi og ætluðu bara alls ekki að tapa. Frær leikur hjá liðinu.

Hjá Tindastól var fátt um fína drætti að þessu sinni; liðið var einfaldlega ekki tilbúið í þennan leik, en það vita allir sem eitthvað vita um körfubolta að Stólarnir kippa sér lítið upp við tapið – þeir hafa fulla trú á því sem þeir eru að gera og mæta án efa mun sterkari til leiks í næsta leik liðanna. 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -