spot_img
HomeFréttirKeflavík hefndi bikartapið með látum

Keflavík hefndi bikartapið með látum

Annan leikinn í röð biðu þær stúlkur í Grindavík afhroð í sínum leik og í þetta skiptið gegn grimmu liði Keflavíkur.  Keflavík að endurheimta Carmen Tyson Thomas úr meiðslum hægt og bítandi og virðist hún nú vera að komast í sitt fyrra form eftir rifbeinsbrot.  Svo fór að Keflavík flengdu þær gulklæddu úr Grindavík 82:54 og þar með náðu þær að hefna að einhverju leyti fyrir bikarúrslitaleikinn í febrúar. 
 
Strax frá fyrstu mínútu leiksins virtist liggja fyrir í hvað stefndi.  Keflavík skoraði fyrstu 5 stig leiksins áður en Grindavík gat svarað og leiddu með 6 stigum eftir fyrsta fjórðung.  Það var svo í öðrum fjórðung sem þær Keflvísku gáfu í og skoruðu 24 stig gegn aðeins 9 stigum frá gestunum og forystan orðin 21 stig. 
 
Löng ræða Sverris Þórs Sverrissonar þjálfara Grindavíkur í hálfleik dugði skammt.  Sama hálfkák var á leik Grindavíkur í seinni hálfleik og þó svo að hann hafi nú ekki verið líkt slæmur og í öðrum leikhluta en á endanum voru það Keflavíkurstúlkur sem voru töluvert grimmari í öllum sínum aðgerðum og sigruðu verðskuldað með 28 stiga mun. 
 
Það er í raun lítið hægt að segja um hvað sé að gerast með þetta Grindavíkurlið sem hefur á köflum í vetur spilað alveg glimmrandi vel og það sýndu þær í Bikarúrslitaleiknum einmitt.  Nú standa þær frammi fyrir því að mæta liði Val heimafyrir í Röstinni á miðvikudag í úrslitaleik um hvort liði komist í úrslitakeppnina.   Keflavíkurliðið hinsvegar var að spila vel og óhætt að segja að þær komi til leiks í úrslitakeppnina grimmar og tilbúnar. 
 
Meiðsli voru í herbúðum beggja liða. María Ben Erlingsdóttir spilaði ekki í dag vegna meiðsla og sama var um Ingunn Emblu Kristínardóttir sem fékk högg á sig í síðasta leik liðsins.  Birna Valgarðsdóttir var svo heima fyrir og lá flöt fyrir flensu. 
 
Fréttir
- Auglýsing -