20:56
{mosimage}
Keflavík sigraði Hamar í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna, 76-81 eftir æsispennandi leik. Snæfell vann Grindavík 78-63 og í DHL höllinni töpuðu bikarmeistarar KR fyrir deildarmeisturm Hauka 72-83. Hildur Sigurðardóttir var stigahæst KR stúlkna með 19 stig en fyrir Hauka skoraði Kristún Sigurjónsdóttir 31 stig.
Kristen Green skoraði 37 stig fyrir Snæfell og tók að auki 14 fráköst. Ólöf Helga Pálsdóttir og Helga Hallgrímsdóttir skoruðu 12 stig hvor fyrir Grindavík.
LaKiste Barkus skoraði 29 stig fyrir Hamar en næst henni kom Julia Demirer með 21 stig auk þess sem hún tók 19 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 20 stig fyrir Keflavík.



