spot_img
HomeFréttirKeflavík hafði betur í innansveitarkrónikunni

Keflavík hafði betur í innansveitarkrónikunni

Keflavík lagði Njarðvík í lokaleik fyrstu umferðar Subway deildar kvenna í Ljónagryfjunni í kvöld.

Leikurinn var nokkuð jafn á upphafsmínútunum, en undir lok fyrri hálfleiks nær Keflavík að vera skrefinu á undan og eru 11 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 35-46. Heimakonur í Njarðvík ná svo að halda í við þær í upphafi seinni hálfleiksins og er munurinn aðeins 6 stig fyrir lokaleikhlutann, 63-69. Undir lokin er leikurinn æsispennandi, þar sem Keflavík nær að lokum að kría út þriggja stiga sigur, 80-83.

Atkvæðamest fyrir Njarðvík í leiknum var Emelie Hesseldal með 31 stig, 9 fráköst og 9 stolnir boltar. Henni næst var Jana Falsdóttir með 17 stig, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Fyrir Keflavík var Thelma Dís Ágústsdóttir með 17 stig, 7 fráköst, 8 stoðsendingar og Emelía Ósk Gunnarsdóttir bætti við 14 stigum og 5 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -