spot_img
HomeFréttirKeflavík getur tryggt sér titilinn í kvöld

Keflavík getur tryggt sér titilinn í kvöld

06:00
{mosimage}

 

(Tommy Johnson hefur verið sjóðheitur undanfarið) 

 

Keflavík og Snæfell mætast í þriðja úrslitaleik sínum í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15 og verður hann í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Takist Keflvíkingum að landa sigri verða þeir Íslandsmeistarar en staðan í einvíginu er 2-0 Keflavík í vil. Með sigri í kvöld getur Keflavík landað sínum níunda Íslandsmeistaratitli

 

Ef Keflvíkingar verða Íslandsmeistarar þetta árið halda þeir áfram að slá metin í körfuboltanum. Fyrr í úrslitakeppninni varð karlaliðið fyrst liða til þess að komast upp úr einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. Ef karlaliðið verður Íslandsmeistari á þessari leiktíð jafnar félagið met ÍR þar sem karla- og kvennalið félagsins verða Íslandsmeistarar á sömu leiktíð. ÍR hefur alls sex sinnum orðið Íslandsmeistari með karla- og kvennalið sín á sama ári en það gerðist síðast leiktíðina 1975-1975. Þessum árangri hafa Keflvíkingar náð fimm sinnum, síðast leiktíðina 2004-2004.

 

Keflavík-Snæfell

Úrslit- Leikur 3 kl. 19:15 í kvöld

Toyotahöllin í Reykjanesbæ

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -