spot_img
HomeFréttirKeflavík gerði góða ferð í Hólminn

Keflavík gerði góða ferð í Hólminn

 
Keflavík í öðru sæti Iceland Express deildar kvenna mættu galvaskar í Hólminn þar sem Snæfell í 6. sæti tóku á móti þeim í Stykkishólmi.
Byrjunarliðin voru:
Snæfell: Inga, Sade, Björg, Berglind, Hildur.
Keflavík: Bryndís, Pálína, Birna, Ingibjörg, Jacquline.
 
Snæfellsstúlkur voru ekkert að leggjast í kör yfir sterku liði Keflavíkur heldur tóku vel á móti og sýndu klærnar. Fyrsti hluti var jafn og skemmtilegur og mikill hraði einkenndi upphaf leiksins. Staðan var 21-24 fyrir Keflavík eftir fyrsta hluta en Snæfell hafði verið tæpu skrefi á undan í stöðunni 17-14 og náði Keflavík áhlaupi góðu og komust yfir í 17-19.
 
Snæfell komst yfir í öðrum hluta 29-28 og voru mjög sprækar en Keflavík lagaði stöðu sína og settu Pálínu og Birnu aftur inná en Snæfell. Birna Valgarðs sýndi mátt sinn og setti niður grimmt ásamt Jacquline. Keflavík komst svo 15 stigum yfir hægt og bítandi 40-55 en Berglind Gunnars setti svo góðan þrist og lagaði stöðuna 43-55 áður en flautað var til hálfleiks.
 
Atkvæðamestu leikmenn liðanna í hálfleik voru hjá Snæfelli Sade Logan með 15 stig og Berglind með 8 stig. Hjá Keflavík voru Jacquline með 20 stig og Birna með 16 stig.
 
Snæfell náði að saxa á Keflavík 50-60 og þá tóku Keflavíkurstúlkur sprett og komust í 54-74 með harðri vörn og pressu. Pálína og Ingibjörg voru að stýra sínu liði vel á þessum kafla. Staðan eftir þriðja hluta var 58-82 fyrir gestina úr Bítlabænunm og voru þær að sækja í sig veðrið og auka forystuna nokkuð örugglega eftir að hafa byrjað sinn leik hægt í hálfann annan hluta þær voru svo búnar að koma sér í þægilega stöðu um miðjann fjórða hluta 68-97 og Snæfell átti litla von í að minnka þá forystu niður þó þær hafi byrjað af hörku og dugnaði í leiknum og átt góða sénsa. Keflavík sigraði svo örugglega 70-97 og halda áfram baráttu sinni á toppnum.
 
Helsta tölfræði leikmanna.
 
Snæfell:
Sade Logan 18/8 frák/4 stolnir. Inga Muciniece 12/8 frák/4 stoð. Berglind Gunnars 12 stig. Björg Guðrún 8/4 stoð. Hildur Björg 7/6 frák. Hrafnhildur Sif 5 stig. Rósa Kristín 4 stig. Sara Mjöll og Helga Hjördís 2 stig hvor og Helga 5 fráköst að auki. Alda Leif, Ellen Alfa og Aníta Rún skoruðu ekki.
 
Keflavík:
Jacquline Adamshick 26/7 frák/7 stoð/3 stolnir. Birna Valgarðsd 23/5 stoð/3 stolnir. Pálína Gunnlaugsd 18/5 frák. Bryndís Guðmundsd 15/14 frák/7 stoðs. Ingibjörg Jakobsd 7/6 stoð. Hrund Jóhannsd 4/4 frák. Sigrún Albertsdóttir og Rannveig Randversd 2 stig hvor. Lovísa Falsd, Telma Lind, og Aníta Eva skoruðu ekki.
 
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Steinar Orri Sigurðsson.
 
Ljósmynd/ Sigurður Ragnar Bjarnason
 
Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín
Fréttir
- Auglýsing -