spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaKeflavík gefur ekkert eftir í toppbaráttunni - Lögðu Breiðablik örugglega í Blue...

Keflavík gefur ekkert eftir í toppbaráttunni – Lögðu Breiðablik örugglega í Blue Höllinni

Keflavík lagði Breiðablik í kvöld í 6. umferð Subway deildar kvenna, 80-59.

Eftir leikinn er Keflavík í 1.-2. sæti deildarinnar með 10 stig líkt og Njarðvík á meðan að Breiðablik er í 6.-7. sætinu með 2 stig líkt og Grindavík.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn frá byrjun, þar sem að heimakonur í Keflavík eru þó skrefinu á undan. Leiða með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta, 25-20 og þegar í hálfleik er komið er forysta þeirra komin í 8 stig, 40-32. Keflavík sigldi svo vel framúr í upphafi seinni hálfleiksins og eru munurinn kominn í 17 stig eftir þrjá leikhluta, 59-42. Því nánast um formsatriði fyrir Keflavík að klára leikinn, sem þær gera með 21 stigs sigri, 80-59.

Stigahæstar fyrir heimakonur í leiknum voru Daniela Morillo og Eygló Kristín Óskarsdóttir, hvor um sig með 16 stig.

Fyrir gestina úr Kópavogi var Chelsey Moriah Shumpert stigahæst með 18 stig og þá bætti Telma Lind Ásgeirsdóttir við 16 stigum.

Keflavík á leik næst gegn Njarðvík þann 3. nóvember í Njarðtaksgryfjunni á meðan að Breiðablik á samkvæmt skipulagi næst leik eftir landsleikjahlé, þann 21. nóvember gegn Fjölni í Smáranum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -