spot_img
HomeFréttirKeflavík fann dampinn og valtaði yfir Snæfell

Keflavík fann dampinn og valtaði yfir Snæfell

Keflavík og Snæfell áttust við í TM-höllinni í kvöld í Domino´s-deild karla. Hólmarar létu fyrir sér finna í fyrri hálleik en Keflvíkingar hrukku í gang í þeim síðari með Amin Stevens í broddi fylkingar og lönduðu öruggum 111-82 sigri á gestum sínum.

Blóðtakan
Fyrr í dag var tilkynnt um brotthvarf Harðar Axels Vilhjálmssonar í atvinnumennsku í Belgíu og ljóst að um gríðarlega blóðtöku væri að ræða í herbúðum Keflavíkur.

Fyrri hálfleikur
Heimamenn í Keflavík byrjuðu mun betur en Hólmarar með Sefton í broddi fylkingar lokuðu fyrsta leikhluta með látum, 17-27. Í öðrum leikhluta tók Ágúst Orrason við keflinu sem Guðmundur Jónsson hélt á lofti í liði Keflavíkur. Ágúst var með 15 stig í fyrri hálfleik, megnið af þeim kom í öðrum leikhluta. Keflavík leiddi 48-43 í hálfleik eftir að hafa lappað upp á varnarleikinn sinn í öðrum leikhluta.

Hálfleikstölur
Keflavík 48
Guðmundur Jónsson 16 stig og 4 fráköst, Ágúst Orrason 15 stig og 3 stoðsendingar
Snæfell 43
Sefton Barrett 13 stig, 5 fráköst, 5stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 12 stig, 4 fráköst.

Síðari hálfleikur
Amin Stevens mætti til starfa í síðari hálfleik, gerði 18 stig í þriðja leikhluta og Keflavík leiddi 76-59 að honum loknum. Heimamenn náðu upp stemmingu og þéttleika í vörninni og það reið baggamuninn í kvöld.


(Árni Elmar Hrafnsson sækir að vörn Keflavíkur í kvöld)

Rispurnar
Guðmundur Jónsson byrjaði vel hjá Keflavík í kvöld. Honum var svo sýnd ómæld óvirðing þar sem þessi reyndi öldungur var nokkrum sinnum „blokkaður“ hressilega (glæst tilþrif og Guðmundur fyrirgefur okkur þetta en gamli landaði stigunum í kvöld, menn láta þá nokkur háloftatilþrif varla trufla sig). Ágúst Orrason tók næstur við kefli Keflvíkinga og var flottur í öðrum leikhluta, eins og áður segir átti Amin Stevens sýninguna í þriðja leikhluta.

Aðlögunin
Vandfyllt er skarð Harðar Axels en í herbúðum Keflavíkur eru engu að síður bakverðir sem ættu að standast þau verkefni sem verða fyrir lögð fyrir þá í vetur. Daði Lár Jónsson og Reggie Dupree koma þá helst til greina með að bera hitann og þungann í stöðu leikstjórnanda og fá þeir verðugt verkefni þegar Keflvíkingar mæta uppeldisfélaginu hans Daða í næstu umferð, Stjörnunni.

Fullar 40 mínútur
Snæfell beit vel frá sér á köflum en voru óöruggir í sínum aðgerðum þegar Keflvíkingar fóru að sauma að þeim varnarlega. Viktor Marinó Alexandersson sem og Árni Elmar Hrafnsson áttiu fínar rispur en Snæfell þarf meiri festu frá þeim. Gamli jaxlinn Sveinn Arnar kom sterkur inn hjá Hólmurum en yngri mennirnir þurfa að aðlagst fljótt ef Snæfell ætlar að finna sín fyrstu stig á næstunni.

Gangur leiksins
8-1, 15-13, 17-27
27-30, 46-38, 48-43
57-47, 61-50, 76-59
86-66, 97-75, 111-82

Tölfræði leiksins

Myndir og umfjöllun/ Jón Björn Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -